3.11.2008 | 18:42
AFMÆLI!
hallelúja það styttist óðum í afmælisdagin minn og ég hlakka mjög mikið til fljótlega fer ég að búa til boðskort.Ég ætla að halda það laugardaginn 15 nóv. en ég á afmæli 18 nóv. og ég er að pæla í að spyrja mömmu hvort hún vilji baka köku í laginu eins og skip en lengra er ég ekki komin í undirbúning og skipuleggingum en ég ætla að gera eins og síðast fara inn á word forritið og búa til lista yfir allt í afmælinu svo sem gestina,mat og drykk, leiki o.f.l. en ekki meir að segja frá í bili bless bless
Athugasemdir
Já kallinn minn, það er ekki langt í afmælið þitt.
Það er ekki seinna vænna hjá þér að fara að gera undirbúningslistann þinn.
Við skulum athuga þetta með kökuna sem á að vera eins og skip. Kannski finnum við eitthvað út úr því.
Bestu kveðjur, mamma
Ísbjörn, 4.11.2008 kl. 09:27
Það er nú meira hvað tíminn líður hratt. Mér finnst þú vera nýbúinn að halda upp á 9 ára afmælið þitt. Mamma þín fer nú létt með kökuna.
Kveðja, Olga frænka
Olga (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 00:10
Hvað á amma að baka Veddi minn?
Blessaður, amma
Amma (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 00:24
Já, ég veit það er alltaf eitthvað að brjótast um í þínum kolli. Ég er viss um að mamma býr til þessa köku fyrir þig.
Kveðja pabbi
Gylfi Þór Gíslason, 7.11.2008 kl. 05:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.